Wednesday, December 14, 2011

Ísskápur og uppskrift.

Að lifa hollu líferni snýst mikið um það að vera vel planaður
og eiga alltaf til staðar ákveðna hluti sem maður er að borða í
daglegri rútínu. Ég ætla að skrifa upp lista hérna fyrir það sem
við Jóhanna reynum að eiga alltaf til í ískápnum, frystinum og skápunum.

Ísskápur:

- Nóg at vatni í flöskum
- Fjörmjólk
- Ab mjólk
- Skyr.is vanillu
- Lgg+
- Heilsutvenna
- Járn og fjölvítamín
- Grænmeti (paprika,gúrkur,sveppir,rauðlaukur,sellerý,laukur,sætar kartöflur,tómatar,brokkolí)
- Ávextir (epli,perur,appelsínur)
- Hvítlaukur eða skarlottlaukur
- Íþróttasúrmjólk
- Grísk jógúrt
- Lime-safi
- Mozarella ostur

Frystir:

- Kjúklingabringur
- Þorskur og Ýsa
- Ávextir (Jarðaber,Ananas,Mangó,Bananar,Bláber)
- Grænmetisbuff
- Hveitikím

Skápur:

- Tortilla kökur
- Kexið frá Ágústu Johnson
- Salsa sósa
- Sólþurrkaðir tómatar
- Tómatkraftur
- Góð krydd
- Kjöt og grænmetiskraftur
- Kaffi
- Canderel sykur
- Spelt
- Ólífuolía og matarolía
- Hrísgrjón
- Granóla
- Rúsínur
- Hafragrautur

Þetta er svona það allra allra helsta sem að fer í innkaupakerruna okkar.
Með þessu er hægt að útbúa alls konar hollt lostæti eins og pizzu úr spelti
og hveitikími , karrýfiskrétt , fiskrétt úr pizzusósu, karrýkjúklingarétt,
kjúklingabringur með hrísgrjónum fersku grænmeti og jógúrtsósu og svo
mætti lengi telja. Uppáhalds morgunmaturinn minn er t.d vanillu skyr.is með
granóla, rúsínum og frosnum bláberjum .. þetta er alveg hryllilega góð
blanda .. full af próteinum og trefjum og hörkugott til þess að starta
daginn. Mér finnst svo gott að búa mér til boozt um miðjann daginn úr
frosnum jarðaberjum, ananas, banönum og skyri. . jafnvel henda smá af
gojiberjum inn í blönduna líka til að fá trefjakick úr honum. Kjúklingabringurnar
eru svo alltaf eitthvað sem gott er að grípa í , fljótlegt að matreiða
og þarf ekki að vera eitthvað fensí - Steikja kjúklingabringu í ofni(eða
samlokugrilli) , gera sína eigin jógúrtsósu með , sjóða hrísgrjón og
hafa svo ferskt grænmeti með. . .þetta er hin fullkomna máltíð í rauninni.


En uppáhaldið mitt þessa dagana er Fiskisúpa sem ég hef verið að þróa.
Hún er alveg æðislegt, hressandi bragð og er alveg hentug svona í vetrarkuldanum.

Ég hendi hérna inn uppskriftinni af henni og vona að þið eigið eftir
að prófa hana. Uppskriftin er fyrir einn-tvo (dugar venjulega í tvær skálar rúmlega)


OFUREINFALDA FISKISÚPA BINNA.

- 500 ml grænmetissoð (vatn og einn kubbur grænmetiskraftur)
- 1 matskeið af tómatpúrru
- Hálf stór sæt kartafla
- 1 laukur
- Krydd að eigin vali (ég nota timjan, estragon, smá salt og pipar)
- 2-3 flök af ýsu.
- 2 msk Ólífuolía (eða matarolía)

Aðferð:

Saxið niður kartöfluna og laukinn smátt niður og steikið í 2-3 mínútur í
olíunni í heitum potti. Kryddið svo temmilega. Setjið því næst tómatpúrruna og hrærið pínu.
Því næst er grænmetissoðinu helt saman við og þessu er leyft að sjóða
á vægum hita í 30 mínútur. - Á meðan getið þið tekið fiskinn og skorið
í smáa bita. Setjið fiskinn ofan í þegar súpan hefur soðið í 30 mínútur
og leyfið að sjóða í 15 mínútur með fiskinum. Fiskurinn maukast í
súpunni á þessum 15 mínútum og verður í raun að einni heild með
kartöflunum og lauknum. Fyrir þá sem vilja hafa fiskbitana stærri og
ekki jafn mauksoðna, þá er gott að setja fiskinn í stærri bitum ,
leyfa fisknum að sjóða með súpunni í 2 mínútur , slökkva undir og bíða
í 10 mínútur. Mér finnst persónulegra betra þegar hann er orðinn mauksoðinn
með súpunni , þá verður þetta meira svona Súpa/Kássa.

En ég hendi með
einni mynd til að sýna ykkur :) Vona að þið prufið þetta og ég skal
reyna að vera duglegur að henda inn fleiri uppskriftum :)
2 comments: