Friday, December 16, 2011

Top 10 nauðsynlegir "hlutir" á heimilið !!!

Núna ætla ég að vera eins og gellan á bleikt.is sem gerir top 10 hluti um ALLT. Á heimilinu mínu eru alls konar skemmtilegir hlutir sem maður þarf að nota daglega til að meika lífið , hérna eru þeir:

10.

Sítruspressa er hið mesta þarfaþing - Hvort sem það er til þess að pressa safann úr sítrónum í einhverja góða sósu eða það sem ég nota þetta mest í - Ferskan appelsínusafa - Það fást alveg geðveikar appelsínu í Kosti og Krónunni frá Sunkist sem eru oftast alveg hrikalega góðar og djúsí - Fátt betra en að fá sér nýkreistan appelsínusafa.

9.
Pokaklemmur eru fyrirbæri sem ég kynntist ekki almennilega fyrr en Jóhanna fór að kaupa þetta inn á heimilið. Það er ótrúlegt hvað það er miklu skemmtilegra og auðveldara að skella hlutum í poka, setja pokaklemmu á hann og setja í ísskáp/frysti. Bless bless matarfilma.

8.


Blandarinn góði - Ef ég ætti nú bara svona fínan blandara þá væri ég ánægður. .. en ég keypti mér nú samt nýjan um daginn sem er hin ágætasta eign. Þetta er græjan sem að reddar manni ferskum smoothie úr frosnum ávöxtum og skyri ... millimál lífs míns.

7.

Kósý-buxur - Ég hef nú bara í gegnum tíðina gengið um í stuttbuxum heima hjá mér. Ég er nefnilega með þá áráttu að ég geng ekki í gallabuxum eða venjulegum buxum heima hjá mér. Heimilið er griðarstaður og þar á mér að líða vel. Keypti buxur í Europris sem eru svo fjandi þægilegar að ég fer oft í þeim í vinnuna líka þegar ég er á kvöld eða næturvöktum. Þær eru ekki töff... en fjandinn hvað þær eru þægilegar.

6.Lyftingarlóðin hjálpa mér að halda bingóvöðvunum nokkuð stífum og fínum. Það er ótrúlegt hvað það er hægt að gera mikið magn af æfingum með handlóðum , ein bestu kaup sem ég hef gert.

5.

Það er engin furða að George Foreman var svo stoltur af þessu grilli að hann setti meira að segja sitt eigið nafn á það - Þessi græja sigtar burt fljótandi fitu og steikir allt fljótlega og örugglega. Smá cooking sprey, góð krydd og kjúklingabringa í 10 mín á grillið ... próteinið í kjaftinn .. yndislegt.

4.Sjónvarpsflakkarinn minn frá Argosy er svo hrikalega mikil snilld. Mig dreymdi í mörg ár að eignast svona græju og lét svo loksins verða að því. Það er hrikalega þægilegt að geta horft bara strax á nýjustu þættina og bíómyndirnar. . eðallúxus.

3... og til að geta horft á nýjustu þættina og kvikmyndirnar .. þá þarf að hafa húsbóndastól til þess að njóta þess í botn. Lazyboy stóllinn minn, sem ég fékk gefins frá mömmu og pabba, er kannski ekki eins fínn og þessi á myndinni .. en ég get svarið það að hann er sá allra allra þægilegasti. Hann er eina mublan í stofunni sem er ekki úr dökkum við eða er svartum... engan veginn í stíl við neitt í stofunni ... en hann fær seint að fjúka , ég á í mjög flóknu ástarsambandi við hann.

2.

Það eru kannski einhverjir sem eru hissa á því að ég setji kaffivél í annað sætið .. en sannleikurinn er sá að ég ELSKA kaffi , það er uppáhalds drykkurinn minn á eftir ísköldu vatni. Dagurinn hjá mér getur ekki byrjað fyrr en ég hef fengið minn rjúkandi heita kaffibolla af ilmandi svörtu kaffi. Enga mjólk og engan sykur takk.

1.

Þessir tveir eru kannski ekki "hlutir" , en þeir eru það allra allra mikilvægasta á heimilinu. Það að hafa einhverja vitleysingja sem að taka á móti manni þegar maður kemur heim, kúra með manni upp í rúmi á kvöldin og sýna manni endalausa ást, skiptir svo helvíti miklu máli í svartasta skammdeginu.

No comments:

Post a Comment