Saturday, December 10, 2011

Úr partýfíflinu yfir í nágrannann sem kvartar yfir hávaða.Það er ekkert alltof mörg ár síðan að hérna í Kjarrhólmanum, nánar tiltekið í íbúðinni minni, voru helgarnar oftast í líkingu við satanískar fórnarmessur. Það voru haldin massív partý hérna með tilheyrandi látum. Drykkjuspil voru spiluð , spilað var á gítar.. og oft á fleiri hljóðfæri , jello-shots voru skotin niður í lungun og fólk var æpandi drukkið. Hver man ekki eftir Eurovision-partýinu þar sem allt fór úr böndunum ? Fólk var hlaupandi um á brókinni fyrir utan blokkina, glös voru brotin í andyrinu , sumir voru að drepast á stigaganginum og í kringum 40 manns voru þegar gleðin var hvað mest. Nágrannarnir voru að missa vitið yfir mér og það var ekki fyrr en eftir þetta sögufræga partý að ég fór aðeins að skoða mín mál og hætta þessu partýstandi í íbúðinni .. þrátt fyrir að eitt og eitt partý hafi sloppið inn á milli eftir þetta fíaskó.

Núna í dag er maður vel settur, með konu og tvö "börn" og heff samt ENGAN skilning á partýstandinu í fólkinu í númer 22. Þar eru haldin mjög svo hávær partý helgi eftir helgi, og ef það eru ekki partý , þá eru það Liverpool leikir og einhver slatti af gaurum öskrandi liðið sitt áfram. Þetta fólk virðist vera búið að stúdera vaktirnar hjá mér í vinnunni , því þau passa sig á því að halda alltaf klikkuðustu partýin þegar ég er á næturvakt í vinnunni. Eitt slíkt var akkúrat haldið á föstudagsnóttina og þurfti að kalla til lögregluna þegar hægt var að heyra hvert einasta orð úr hverjum einasta texta í hverju einasta lagi sem þau voru að hlusta á (og syngja með).

Þannig að þrátt fyrir allt partýstandið á mér frá 2006-2010 , þá get ég samt verið ömurlegi nágranninn sem hringir í lögregluna ef að maður getur ekki sofið fyrir látunum í Partýfólkinu í númer 22.

Kv. Gamli maðurinn.

No comments:

Post a Comment