Monday, January 9, 2012

Boozt Boozt Boozt !!


Það getur verið smávegis höfuðverkur að finna sér eitthvað millimál sem er næringarríkt og sömuleiðis gott á bragðið. Ávaxta-boozt geta verið rosalega góð leið til þess að nærast á á milli hádegis og kvöldverðs, jafnvel sem kvöldsnakk eða máltíð eftir morgunmat. . semsagt sem millimáltíð. Ég hef prófað mig áfram á alls konar boozt-um, en grunnurinn er ávallt frosin jarðarber og Vanillu skyr.is hjá mér - Ég mæli með því að fólk smakki sig áfram og prófi eitthvað nýtt þangað til að það finnur sér "hina fullkomnu blöndu". Ég læt fylgja með eina góða boozt-blöndu sem ég dúndraði saman í dag ... ég læt engar sérstakar mælieiningar fylgja með , maður blandar bara þeim hlutföllum sem manni langar.



Berja-Boozt-Binna.

2/4 Frosin jarðarber
1/4 Frosnir bananar
1/4 Frosinn ananas
Smávegis af Goji-Berjum
Vanillu Skyr.is
Skvetta af trönuberjasafa

Þessu er öllu saman hent í blandara og blandað þangað til að þetta er orðið að góðri blöndu. Ef að blandarinn þolir ekki öll þessi frosnu ber, þá er góð leið að þíða berin fyrst, og ef maður vill þykkja þetta eitthvað þá getur maður látið ísmola saman við þegar þetta er að blandast, einn í einu, þangað til að blandar er orðin að meira "krapi"

Ég mæli einnig með bláberjum og öllum þeim frosnu ávöxtum sem þið komist í :)

No comments:

Post a Comment