Monday, January 23, 2012

Hreyfing... lyfta... koma svoooo !!!


Jæja - Helgin sem leið fór nú ekki alveg eins og hún átti að fara í mataræðinu. Við Jóhanna misstum okkur einfaldlega í nammisukkinu og vorum í raun með nammidag bæði á laugardaginn og sunnudaginn . . þannig að maður er ekki alveg sáttur við sjálfan sig eftir svona helgi.

En það þýðir lítið að vera í einhverju svekkelsi út í sjálfan sig - Það eina sem að virkar er að drattast til að taka á þessum veikleika með jafnaðargeði og pressa á sjálfan sig til þess að gera enn betur á komandi vikum... sem við ætlum akkúrat að gera.

Í fyrsta lagi þá er ég á dagvöktum þessa vikuna, og því er tilvalið fyrir mig að taka íþróttafötin og skóna með , því ég er með líkamsræktaraðstöðu hérna í vinnunni og get því farið klukkan fjögur eftir vinnu og púlað. Þar sem ég hef ekki farið í ræktina lengi , út af brjósklosinu, þá mun ég einungis byrja á léttu skokki á hlaupabretti , magaæfingum, bakæfingum og léttum lyftingum. Ég er með program á gamla brettinu hérna, þar sem ég tek 12 mínútur í senn, hröð ganga í 1 mín í senn og skokk í 1 mín, skiptist á semsagt í 12 mínútur. Ég tek þetta tvisvar-þrisvar sinnum, eftir því hvað ég endist lengi. Eftir það þá er það bara dýna á gólfið að taka magaæfingar og inn á milli fer ég og tek bekkpressu, hnébeygjur og lyfti handlóðum. Ég reyni að vera í kringum klukkutíma í salnum að púla og svitna, en hef ekki miklar áhyggjur til að byrja með , enda þarf ég minn tíma til að koma mér í gang.

Í öðru lagi þá er ég (og Jóhanna) að fara að hætta þessum helvítis reykingum. Við keyptum okkur bæði karton áður en við fórum til Englands og ákváðum að það yrðu síðustu sígaretturnar okkar. Ég sagði alltaf að þegar pakkinn yrði kominn yfir 1000 kallinn þá myndi ég hætta þessu... sem ég ætla að standa við. Það þýðir líka að ég mun ekki fá mér sopa af áfengi á næstunni, þar sem þetta tvennt helst afskaplega vel í hendur... ætla ekki að falla á tæknilegum mistökum eins og áfengissulli. Maður ætti kannski ekki að vera að auglýsa þetta eitthvað mikið, því það hefur mistekist frekar oft að hætta þessum reykingum.... en ég er staðráðinn í þetta skiptið og núna skal maður hætta þessu !! Ég spara þá frekar peninginn af þessu og fer til útlanda... því miðað við hvað ég reyki (pakki á tveimur dögum) , þá er það í kringum 185 þús krónur á ári ... og svo reykir Jóhanna líka svipað , þannig að þetta er í kringum 370 þús krónur á ári sem fara í sígaretturnar ... það er hægt að fara í fína ferð til sólarlanda fyrir þann pening, og ég ætla líka að verðlauna okkur þannig í sumar, ÞEGAR(ekki ef) okkur hefur tekist þetta markmið okkar. HARKAN SEX og ekkert annað !!!

Mataræðið verður tekið hörðum höndum næstu vikurnar semsagt og þar sem það verður ekkert áfengi fyrr en á árshátíð RB þann 17.mars næstkomandi, þá vil ég biðjast fyrirfram afsökunar á engu félagslífi frá mér , ég vona bara að vinir og kunningjar skilji að þessi lífsstíll fellur bara ekki undir mikið af djammi og sukki. Sumir gætu spurt "En af fara bara edrú niður í bæ" - Það er alveg "valid" spurning, en málið er að ég skemmti mér ekki edrú niður í bæ, og undanfarið hef ég ekki skemmt mér vel í glasi heldur. Ég er að verða 28 ára gamall og hef ekki lengur þessa löngun til þess að vera að taka flest allar helgar í djamm. Bæði hef ég ekki tíma , peninga og orku í þetta líf lengur. Árið 2012 á líka að vera mjög skynsamlegt hjá mér og munu einhver djömm vera rosalega mikið "Spari" hjá mér.

Gangi mér vel og gangi ykkur vel :)

Kv. BinniNo comments:

Post a Comment