Wednesday, January 11, 2012

Að léttast - Daglega rútínan !


Það sem skiptir máli , þegar maður er að losa sig við aukakílóin, er mataræðið. Ég myndi áætla að mataræðið sé svona 80% og hreyfing 20% , þannig eru allavega hlutföllin hjá mér. Gullna reglan er sú að borða á þriggja tíma fresti, skynsamlega skammta og ekki gúffa í sig stórum máltíðum. Maður á náttúrulega að reyna að dúndra í sig eins miklum ávöxtum og grænmeti og maður getur og auðvitað próteinum. Það getur verið árangursríkt að sneiða framhjá öllum kolvetnum, en í rauninni þarf maður kolvetni í líkamann og því ekki skynsamlegt að sneiða algjörlega framhjá þeim .. nema að þú sért í leiðinni í eitthvað fitness-program og þarft að helskafa þig.

Í þessari viku hefur matarprógramið mitt verið svohljóðandi:


Byrja á því að taka lýsi , járn og fjölvítamín þegar ég vakna.

9:00 - Vanillu skyr.is með granóla úr Bónus, rúsínum og frosnum bláberjum
12:00 - Fiskisúpa sem inniheldur þorsk, sætar kartöflur og lauk
15:00 - Berja boozt úr síðasta bloggi
18:00 - Sama og morgunmaturinn.
21:00 - Ef ég er svangur þá hef ég fengið mér hrökkkexið frá Ágústu Johnson

Þetta er svosem ekki venjuleg rútína hjá mér, því oftast er ég með heitan mat bæði í hádeginu og á kvöldin , en þar sem maður er að fara til Englands á föstudaginn þar sem ég mun leyfa mér að sukka í nokkra daga, þá getur verið ágætt að taka heitan mat í hádeginu og léttan mat í kvöldmat.. það róar magann aðeins.


Þegar ég tók mig á árið 2008 og byrjaði að létta mig í fyrsta skipti þá var ég hins vegar að borða mun meira, því að bakið á mér var ekki jafn slæmt og það er núna, og þá var ég í ræktinni 5-6 sinnum í viku og körfubolti þar inn á milli. Þá varð ég að passa mig á því að innbyrgja nóg af kalóríum til að brennslan myndi skila sér almennilega. Ég ætla að pósta venjulegum degi hjá mér í mataræðinu þegar ég var að skila sem mestum árangri !


07:00 - All bran með Fjörmjólk og rúsínum, lýsi, vítamín, járn
10:00 - Próteinsjeik og ávöxtur
13:00 - Kjúklingabringa m/fersku grænmeti og hrísgrjón
16:00 - Vanillu skyr.is eða ávöxtur og próteinsjeik
19:00 - Sama og klukkan 13 , nema ég fékk mér stundum Lax í staðinn og minna af hrísgrjónum.
22:00 - Ávöxtur eða frosnir ávextir.

Próteinsjeikinn fékk ég mér venjulega eftir æfingar. Það er auðvitað hægt að svissa út hinu og þessu, en þetta virkaði fyrir mig og virkar ennþá fyrir mig og ég vona bara að fólk geti notað þessar upplýsingar ef það er að hugsa um að grennast og breyta um lífsstíl.

Munið að ég er ekkert að alhæfa neitt og ég reyni að tala sem minnst út um rassgatið á mér.

Kv.Binni

Fæða dagsins: Frosin bláber.

1 comment:

  1. Svo mikil hvatning! Vildi óska þess að ég kæmi mér í rútínuna mína aftur!!

    ReplyDelete