Thursday, January 26, 2012

Snjó-hugvekja !!


Það er vetur - Þar hafið þið það !!!

Það þarf svosem ekkert að koma okkur á óvart að snjórinn og færðin eru að gera all geðveika, enda hefur ekki snjóað svona mikið í Höfuðborginni í mörg ár , ég hef allavega ekki lent í svona "miklum" snjó hérna fyrir sunnan síðan að ég flutti hingað fyrir 5 og hálfu ári síðan.

Mig langar einfaldlega til þess að biðja fólk, alla sem hafa kraft og þol og lífsgleði og hamingju ... bara allann pakkann , að hendast út fyrir eða eftir vinnu/skóla/hvað sem þið eruð að gera og taka upp skóflur og moka stæðin og göturnar hjá ykkur. Sjálfur hef ég verið duglegur við að moka bílastæðin í Kjarrhólmanum, og auðvitað ekki bara fyrir bílinn minn heldur fyrir aðra líka - Það væri alveg magnað ef að fleiri myndu taka sig til og taka upp skóflurnar og hjálpast að við að moka bílastæðin, því þau eru alltaf erfiðust á morgnana ... allavega hérna í Kjarrhólmanum í Kópavoginum. Fólk þarf að fara að nota heilann aðeins meira svona í morgunsárið og ekki bara setja í bakkgír og vaða í skafla ... Vakna hálftíma fyrr , fá sér kaffi og vaða svo í skaflana og byrja að moka - Þá er maður kominn með work-out dagsins , blóðið byrjað að renna vel um líkamann og maður vaknar svo sannarlega við þetta.

Mæli með því að fólk fari að moka, með bros á vör og hjálpi öðrum sem eru í vanda staddir í umferðinni ... þetta er ekkert grín fyrir suma.

Kv. Brosandi Binni með skóflu í hendi.


No comments:

Post a Comment