Thursday, February 23, 2012

Allt í rétta átt.

Eftir að hafa byrjað þessa viku frekar illa, þá var ég frekar hissa á því , þegar ég steig á vigtina í morgun, að ég er búinn að léttast frá því í síðustu viku og gæti náð einhverjum grömmum af mér fyrir vigtunardag á morgun.

Það er alveg merkilegt hvað einn dagur af hollustu og smávegis hreyfingu getur bætt upp fyrir þrjá daga af óhollustu og leti. Í dag er ég eins og nýr maður , finn töluverðan mun á öllum líkamanum frá því í gær , er ekki eins útþembdur og skapið er gott.

Í kvöld verð ég að ná að sveigja framhjá mestu óhollustunni, því að tengdapabbi er að bjóða okkur Jóhönnu á Úrillu Górilluna í mat og boltagláp og því verð ég er reyna að halda mig við einhvers konar salat og drekka nóg af vatni með ... ekkert "Börger og bjór" i´þetta skiptið. Ennfremur stefni ég á það að taka næstu viku með trompi, enda Skagfirðingakvöld framundan og vill maður náttúrulega líta sæmilega út fyrir það.... spurning hvort maður raki á sér kollinn ?

Kemur allt í ljós :)

No comments:

Post a Comment