Thursday, February 9, 2012

Játningar Matarfíkils...

Ég ætla að vera svolítið á einlægu tónunum í þessu bloggi.

Síðustu vikur hafa verið erfiðar , mjög erfiðar. Þetta byrjar náttúrulega allt saman með jólunum. Eftir margra vikna púl og erfiði við að taka mataræðið í gegn og hreyfa sig , koma nokkrir dagar um hátíðarnar þar sem maður leyfir sér að borða það sem maður vill, hvort sem það er sælgæti, góður matur eða vín með matnum. Maður hélt að þetta væri ekki að skipta svo miklu máli, því maður ætlaði sér aldeilis að komast á ról eftir þetta. En þá skullu áramótin á með öllu sínu veldi, áfengi og sukk. Nújæja .... núna voru allavega 13 dagar í að maður færi út til Manchester.

Þessir 13 dagar voru öflugir, mataræðið var í flottu lagi og maður hreyfði sig með samviskusamlega. En þá kom að ferðinni. Auðvitað leyfði maður sér það sem maður vildi þarna úti í 4 daga, drakk eins mikið áfengi og maður vildi og sukkaði í mataræðinu.

Eftir að maður kom heim frá Manchester þá hefur leiðin eiginlega legið niður í við í öllu saman. Það hefur verið erfiðara og erfiðara að halda sig við stíft mataræði og hreyfingu og svo kom sumarbústaðarferð þarna inn á milli þar sem maður fékk sér miklu óhollustu og lá í pottinum , þambandi á áfengi.

Þessi vika hefur verið algjört helvíti í raun og veru. Jóhanna er búin að liggja í flensu og ég hef verið frekar slappur sjálfur, og einhvern veginn andskotast maður til þess að finna sér ástæður til þess að "fá sér ís" eða "Kaupa sér snakk". Núna frá mánudegi til miðvikudags hef ég t.d verið að fá mér hálfan líter af ís, snakkpoka og nærri 2L af Coke-i DAGLEGA. Í gær var torgað nánast heillu 16" Meat and Cheese pizzu frá Dominos, "2L af Coke og Lay´s Snakkpoki ... með bestu lyst. Í gærkvöldi var ég líka kominn í brjálæðislegt mikið tremma yfir þessu, enda ekkert eðlilegt hversu mikið magn af óhollustu maður hefur verið að innbyrða í þessari viku.

Ég hef alltaf verið duglegur að segja það að það sé ekkert mál að hætta óhollustu og sykri og hvaðeina... en það hefur verið hreinasta lygi. Ég er matar og sykurfíkill... og það er bara það einfalt. Um leið og ég dett út af beinu leiðinni og stelst til þess að fá mér Pizzu eða snakk eða gos, þá er ég dottinn af vagninum. Það má líkja þessu við Alkóhólisma ... ég tek svona "túra" þar sem ég er bara hakkandi í mig mat og nammi og gosi og hugsa ekkert um sjálfan mig. Svo eftir nokkra daga er ég kominn í sykur-þynnku og verð alveg ferlegur í skapinu.

Ég er nú svosem ekki þekktur fyrir af vera skapmikill og þunglyndur maður, en þegar ég er búinn að vera í svona mikilli óhollustu í nokkra daga, þá fer það rosalega mikið í skapið á mér. Ég finn fyrir uppgjöf í öllum líkamanum og allri sálinni og hugurinn segir "Til hvers að reyna að halda sér í einhverju formi ... ég er hvort eð er feitur andlega... því ekki að vera það líkamlega líka??" - Þessar hugsanir eru hættulegar fyrir mig og koma upp oft, en ekki ef ég næ að halda mér á beinu brautinni í mataræðinu . . þá næ ég að halda þessu í skefjum og einbeita mér , enda þarf ég 110% einbeitningu ef ég á að halda mér að rækta líkamann og sálina.

Það þarf ekki nema eitt lítið "Æii .. það er nú í lagi þótt þú fáir þér smá kökur" frá einhverjum til þess að trufla mig í þessu og sem betur fer hefur flest fólk skilning á þessu, en það getur farið í mínar fínustu taugar þegar fólk hefur engan skilning á þessu og þykist vita betur og segir við mann að maður hafi nú gott af því að fá sér "Hitt og þetta". En málið er að ég get ekki verið að fá mér "Hitt og þetta" eða hvaða óhollustu sem er, því ég er með það mikla fíkn að þetta er eins og að bjóða alkóhólista upp á einn sjúss , því hann hefur nú alveg gott af því og það skaðar hann nú ekkert.

Þannig að ég vil endilega biðja það fólk sem ég umgengst og hitti , að gefa þessu skilning og reyna að skilja hvers vegna ég verð alltaf að taka 110% á því í mataræðinu hjá mér, því minnsta "brot" getur orsakað keðjuverkun í óhollustu og það fer beint í skapið á mér og mér líður illa.

Ég þurfti bara aðeins að pústa í þessu bloggi og koma þessu frá mér, enda ætla ég að taka allsvakalega á því næstu vikurnar.

Wish me luck.

No comments:

Post a Comment