Tuesday, March 27, 2012

Veður og Vindur.

Já. . svona getum við hjúin nú dressað okkur upp og verið sæt stundum.... en að öðru.

Ég þrái það svo innilega heitt að fá sumarið , eða allavega fá sól og smávegis hita. Ég er kominn með nógu mikið ógeð á roki og rigningu og sérstaklega mikið ógeð á því að veðrið getur aldrei verið eins í fimm mínútur. Ég fór til dæmis tvisvar út að labba í morgun og í bæði skiptin þá var sól þegar ég leit út um gluggann og um leið og ég var kominn út þá var komið rok og rigning ... svosem týpískt íslenskt veður, en þetta fer að verða komið ágætt.
Það hjálpar mér einnig þegar veðrið er sæmilegt, þá hundskast maður út að labba sinn "daglega" göngutúr , sem ég á að labba út af brjósklosinu mínu . . en hver nennir að fara út að labba þegar vindáttin breytist í hvert einasta skipti sem maður snýr sér við . . það er eins og að vindurinn sé bara að leika sér að blása alltaf í andlitið á manni.. endalaust fjör.

Sumarið í ár er reyndar ótrúlega lítið planað miðað við síðustu sumur. Eina sem er á planinu hjá okkur er að fara í bústað með fjölskyldunni hennar Jóhönnu í maí og síðan mun ég náttúrulega reyna að komast á Lummudaga á Króknum .. fer reyndar allt eftir vinnunni, en ég ætla mér að taka voðalega lítið sumarfrí þetta árið . . tók alveg fjórar vikur í fyrra og það var alveg alltof mikið. Ætli maður reyni ekki að gera eitthvað fyrir íbúðina í sumar einnig , löngu kominn tími á að mála alla veggina hérna. . ég veit allavega að maður reynir að halda sér uppteknum því ekki vill maður detta í eitthvað bjórsull og snakk . . . bara á laugardögum takk.

En annars eru komnir 8 dagar af reykleysi , níkótínið loksins að komast úr líkamanum og maður finnur það að maður er ekki jafn móður og másandi alla daga og þolið á eftir að byggjast upp hægt og bítandi. Það fer bara endalaust í taugarnar á mér að vera með ónýtt bak, því maður getur ekkert kíkt í fótbolta eða körfu af neinu viti. . . þó svo að ég eigi eflaust eftir að stelast eitthvað, annars verð ég geðveikur.... enda friðlaus.

Kv. Binni

Friday, March 23, 2012

Á morgun segir sá lati ... í næstu viku segi ég !

Jæja.

Núna er maður á fimmta degi reykleysis og ég get alveg viðurkennt það að þetta er drulluerfitt, með því erfiðara sem ég hef gert í gegnum tíðina . . það er erfitt að vera háður einhverjum svona viðbjóð , þó svo að ég hafi í rauninni ekki reykt lengur en í 5 ár (dagreykingarmaður ... reykti nú á djamminu hérna í denn).

Mér fannst það oft fyndið og í raun og veru asnalegt þegar ég heyrði af fólki sem hætti að reykja og þyngdist í kjölfarið eitthvað verulega , ég hugsaði sem svo "Hvernig tengist þetta tvennt saman ... sígarettur og matur ?" Ég er algjörlega tilbúinn að éta allt það sem ég sagði áður ofan í mig ... þúsundfallt.

Í þessari viku hef ég sótt alveg rosalega mikið í sætindi og mat, sérstaklega brauð . . ég er sjúkur í brauð þessa dagana, en brauð er einn allra helsti óvinur minn því ég blæs alveg út af því. Svo var það ekki að hjálpa að við unnum páskaegg á árshátíðinni hjá RB fyrir að vera ótrúlega snjöll í tónlistargetraun (og ótrúlega fljót að gúgla á snjallsímum). . . nammið er gott þessa dagana.

En en en .... ég vissi alveg að þetta myndi verða svona fyrstu dagana á meðan nikótínið væri að fara út úr líkamanum , þetta er ekkert ástand til lengri tíma . . enda er ég að fara á næturvaktaviku í næstu viku og ótrúlegt en satt , þá kemst mataræðið í þokkalegt lag alltaf á þeim vaktavikum. Við erum svo að fara í brunch í fyrramálið á Hótel Sögu þar sem við ætlum að háma í okkur vöfflur og egg og beikon og ýmislegt gúmmelaði og elda eitthvað gott í kvöldmatinn líka , taka almennilega helgi áður en maður byrjar á því að púla aftur.

Svo hef ég ákveðið að safna þykku alskeggi í þokkabót... bara svona upp á flippið.

Kv. Binni Skeggvalds.

Tuesday, March 20, 2012

Nó-Smókí - Hólý Mólí.

Þriðjudagur genginn í garð , sem er í sjálfu sér ágætt því að gærdagurinn var frekar erfiður eftir vægast sagt glæsilegan laugardag og þynnkulegan sunnudag.

Það var brunað á Selfoss á laugardaginn til að taka þátt í árshátíð RB og það var drukkið mikið , borðað fínan mat og skemmt sér frameftir nóttu. Síðan var keyrt heim á sunnudeginum í brjálæðislegri þynnku og fór sunnudagurinn eiginlega bara fram fyrir framan sjónvarpið, upp í sófa og lazy-boy ... sannkallaður letidagur.

En það sem er einna helst í fréttum núna, er það að við Jóhanna erum loksins búin að ákveða það fyrir fullt og allt að hætta að reykja og það verður engin uppgjöf í þetta skiptið. Við erum nú reyndar bara á degi tvö í þessu hjá okkur , en við munum vera hörð og harka þetta af okkur. Ég ákvað líka að prófa að hætta að drekka kaffi líka, sem fór ekki betur en svo að ég var bara dottandi í lazy-boy sófanum eftir vinnu og hafði ekki orku í neitt... þetta verða átök.

Við erum að sjálfsögðu komin í áfengisbindindi líka , enda helst það ekki vel í hendur að hætta að reykja og detta í það um helgar ... gengur engan veginn upp.
Þannig að ég á ekki eftir að sjást mikið út á lífinu næstu mánuði.. ætla bara að einbeita mér að því að hætta að reykja og minnka kaffidrykkjuna.... og ekki detta í brjálæðislegt sukk í staðinn í namminu og matnum .... þó svo að ég hafi átt frekar slæman gærdag vega nikótínskorts og pirrings.

Núna verður bara tekið á því ... ekkert kjaftæði !!

Monday, March 12, 2012

Smá pása ...

Jæja, komið þið nú sæl og blessuð.

Ég hef alveg verið að klikka á því að uppfæra bloggið hjá mér. Ég gæti alveg logið því að ykkur að það hefur verið svo mikið að gera hjá mér.... eeeen ég ætla að kenna letinni bara um.

Ég hef verið að koma inn með færslur um að ég hafi átt einhverja "leti-daga" og því um líkt og hef ég svosem átt svoleiðis undanfarið ... frívikurnar hjá mér eru oftast voðalega kósý og óhollar.

Ef það er eitthvað sem ég veit eftir að hafa tekið nokkra daga í óhollustu .. þá er það að ég kem alltaf tvisvar sinnum öflugri tilbaka og á einhverjar þrjár hörkugóðar vikur þar sem árangurinn sést greinilega... bæði á vigtinni og á sálinni. Ég hef átt það til að detta í hálfgert þunglyndi þegar ég á svona slappa daga . . en ég hef ákveðið að hætta því hér með.

Það er engin ástæða til þess að vera með brjálæðislegan þrýsting á sjálfan sig. Lífið snýst að vissu leyti um það að reyna að vera heilsusamlegur og lifa með góðri samvisku , en öllu má nú ofgera. Ég hef verið rosalega strangur á sjálfan mig í gegnum tíðina, sérstaklega þegar ég tók mig fyrst í gegn líkamlega haustið 2008 ... það var náttúrulega bara heragi og fjarþjálfun og brjálæði. Ég hef lært að lifa aðeins meira með sjálfum mér og mínum líkama og hugarástandi síðustu ár núna. Þetta snýst ekki allt um útlitsdýrkun og mikilmennskubrjálæði í mataræðinu lengur. . . þetta snýst einfaldlega um að reyna eftir bestu getu að borða og hreyfa sig í sátt og samlyndi við samvisku sína. Þó ég borði drasl á fríviku frá Sunnudegi til fimmtudags, þá get ég notað næstu þrjár vikur eða svo til þess að borða hollt og hreyfa mig . Þetta "kerfi" virkar líka fínt, því ég er engann veginn að fara að missa einhver fleiri kíló og með þessu "kerfi" þá næ ég að standa ágætlega í stað. Get að vissu þyngst um 3-4 kíló á einni viku þegar ég er slæmur, en þau fara alveg á tveimur vikum ef ég stend mig vel... ekki spurning.

Ég er sennilega kominn í einhverja hringi..... en sem sagt, ég er sáttur með lífið, hamingjusamur og sækist ekkert eftir því að vera einhver nasisti á mataræðið og hreyfinguna, svo framalega sem ég get lifað sáttur við sjálfan mig ... þá er ég góður.

Þar hafið þið það :)