Friday, March 23, 2012

Á morgun segir sá lati ... í næstu viku segi ég !

Jæja.

Núna er maður á fimmta degi reykleysis og ég get alveg viðurkennt það að þetta er drulluerfitt, með því erfiðara sem ég hef gert í gegnum tíðina . . það er erfitt að vera háður einhverjum svona viðbjóð , þó svo að ég hafi í rauninni ekki reykt lengur en í 5 ár (dagreykingarmaður ... reykti nú á djamminu hérna í denn).

Mér fannst það oft fyndið og í raun og veru asnalegt þegar ég heyrði af fólki sem hætti að reykja og þyngdist í kjölfarið eitthvað verulega , ég hugsaði sem svo "Hvernig tengist þetta tvennt saman ... sígarettur og matur ?" Ég er algjörlega tilbúinn að éta allt það sem ég sagði áður ofan í mig ... þúsundfallt.

Í þessari viku hef ég sótt alveg rosalega mikið í sætindi og mat, sérstaklega brauð . . ég er sjúkur í brauð þessa dagana, en brauð er einn allra helsti óvinur minn því ég blæs alveg út af því. Svo var það ekki að hjálpa að við unnum páskaegg á árshátíðinni hjá RB fyrir að vera ótrúlega snjöll í tónlistargetraun (og ótrúlega fljót að gúgla á snjallsímum). . . nammið er gott þessa dagana.

En en en .... ég vissi alveg að þetta myndi verða svona fyrstu dagana á meðan nikótínið væri að fara út úr líkamanum , þetta er ekkert ástand til lengri tíma . . enda er ég að fara á næturvaktaviku í næstu viku og ótrúlegt en satt , þá kemst mataræðið í þokkalegt lag alltaf á þeim vaktavikum. Við erum svo að fara í brunch í fyrramálið á Hótel Sögu þar sem við ætlum að háma í okkur vöfflur og egg og beikon og ýmislegt gúmmelaði og elda eitthvað gott í kvöldmatinn líka , taka almennilega helgi áður en maður byrjar á því að púla aftur.

Svo hef ég ákveðið að safna þykku alskeggi í þokkabót... bara svona upp á flippið.

Kv. Binni Skeggvalds.

No comments:

Post a Comment