Tuesday, March 20, 2012

Nó-Smókí - Hólý Mólí.

Þriðjudagur genginn í garð , sem er í sjálfu sér ágætt því að gærdagurinn var frekar erfiður eftir vægast sagt glæsilegan laugardag og þynnkulegan sunnudag.

Það var brunað á Selfoss á laugardaginn til að taka þátt í árshátíð RB og það var drukkið mikið , borðað fínan mat og skemmt sér frameftir nóttu. Síðan var keyrt heim á sunnudeginum í brjálæðislegri þynnku og fór sunnudagurinn eiginlega bara fram fyrir framan sjónvarpið, upp í sófa og lazy-boy ... sannkallaður letidagur.

En það sem er einna helst í fréttum núna, er það að við Jóhanna erum loksins búin að ákveða það fyrir fullt og allt að hætta að reykja og það verður engin uppgjöf í þetta skiptið. Við erum nú reyndar bara á degi tvö í þessu hjá okkur , en við munum vera hörð og harka þetta af okkur. Ég ákvað líka að prófa að hætta að drekka kaffi líka, sem fór ekki betur en svo að ég var bara dottandi í lazy-boy sófanum eftir vinnu og hafði ekki orku í neitt... þetta verða átök.

Við erum að sjálfsögðu komin í áfengisbindindi líka , enda helst það ekki vel í hendur að hætta að reykja og detta í það um helgar ... gengur engan veginn upp.
Þannig að ég á ekki eftir að sjást mikið út á lífinu næstu mánuði.. ætla bara að einbeita mér að því að hætta að reykja og minnka kaffidrykkjuna.... og ekki detta í brjálæðislegt sukk í staðinn í namminu og matnum .... þó svo að ég hafi átt frekar slæman gærdag vega nikótínskorts og pirrings.

Núna verður bara tekið á því ... ekkert kjaftæði !!

No comments:

Post a Comment