Monday, March 12, 2012

Smá pása ...

Jæja, komið þið nú sæl og blessuð.

Ég hef alveg verið að klikka á því að uppfæra bloggið hjá mér. Ég gæti alveg logið því að ykkur að það hefur verið svo mikið að gera hjá mér.... eeeen ég ætla að kenna letinni bara um.

Ég hef verið að koma inn með færslur um að ég hafi átt einhverja "leti-daga" og því um líkt og hef ég svosem átt svoleiðis undanfarið ... frívikurnar hjá mér eru oftast voðalega kósý og óhollar.

Ef það er eitthvað sem ég veit eftir að hafa tekið nokkra daga í óhollustu .. þá er það að ég kem alltaf tvisvar sinnum öflugri tilbaka og á einhverjar þrjár hörkugóðar vikur þar sem árangurinn sést greinilega... bæði á vigtinni og á sálinni. Ég hef átt það til að detta í hálfgert þunglyndi þegar ég á svona slappa daga . . en ég hef ákveðið að hætta því hér með.

Það er engin ástæða til þess að vera með brjálæðislegan þrýsting á sjálfan sig. Lífið snýst að vissu leyti um það að reyna að vera heilsusamlegur og lifa með góðri samvisku , en öllu má nú ofgera. Ég hef verið rosalega strangur á sjálfan mig í gegnum tíðina, sérstaklega þegar ég tók mig fyrst í gegn líkamlega haustið 2008 ... það var náttúrulega bara heragi og fjarþjálfun og brjálæði. Ég hef lært að lifa aðeins meira með sjálfum mér og mínum líkama og hugarástandi síðustu ár núna. Þetta snýst ekki allt um útlitsdýrkun og mikilmennskubrjálæði í mataræðinu lengur. . . þetta snýst einfaldlega um að reyna eftir bestu getu að borða og hreyfa sig í sátt og samlyndi við samvisku sína. Þó ég borði drasl á fríviku frá Sunnudegi til fimmtudags, þá get ég notað næstu þrjár vikur eða svo til þess að borða hollt og hreyfa mig . Þetta "kerfi" virkar líka fínt, því ég er engann veginn að fara að missa einhver fleiri kíló og með þessu "kerfi" þá næ ég að standa ágætlega í stað. Get að vissu þyngst um 3-4 kíló á einni viku þegar ég er slæmur, en þau fara alveg á tveimur vikum ef ég stend mig vel... ekki spurning.

Ég er sennilega kominn í einhverja hringi..... en sem sagt, ég er sáttur með lífið, hamingjusamur og sækist ekkert eftir því að vera einhver nasisti á mataræðið og hreyfinguna, svo framalega sem ég get lifað sáttur við sjálfan mig ... þá er ég góður.

Þar hafið þið það :)

No comments:

Post a Comment