Tuesday, March 27, 2012

Veður og Vindur.

Já. . svona getum við hjúin nú dressað okkur upp og verið sæt stundum.... en að öðru.

Ég þrái það svo innilega heitt að fá sumarið , eða allavega fá sól og smávegis hita. Ég er kominn með nógu mikið ógeð á roki og rigningu og sérstaklega mikið ógeð á því að veðrið getur aldrei verið eins í fimm mínútur. Ég fór til dæmis tvisvar út að labba í morgun og í bæði skiptin þá var sól þegar ég leit út um gluggann og um leið og ég var kominn út þá var komið rok og rigning ... svosem týpískt íslenskt veður, en þetta fer að verða komið ágætt.
Það hjálpar mér einnig þegar veðrið er sæmilegt, þá hundskast maður út að labba sinn "daglega" göngutúr , sem ég á að labba út af brjósklosinu mínu . . en hver nennir að fara út að labba þegar vindáttin breytist í hvert einasta skipti sem maður snýr sér við . . það er eins og að vindurinn sé bara að leika sér að blása alltaf í andlitið á manni.. endalaust fjör.

Sumarið í ár er reyndar ótrúlega lítið planað miðað við síðustu sumur. Eina sem er á planinu hjá okkur er að fara í bústað með fjölskyldunni hennar Jóhönnu í maí og síðan mun ég náttúrulega reyna að komast á Lummudaga á Króknum .. fer reyndar allt eftir vinnunni, en ég ætla mér að taka voðalega lítið sumarfrí þetta árið . . tók alveg fjórar vikur í fyrra og það var alveg alltof mikið. Ætli maður reyni ekki að gera eitthvað fyrir íbúðina í sumar einnig , löngu kominn tími á að mála alla veggina hérna. . ég veit allavega að maður reynir að halda sér uppteknum því ekki vill maður detta í eitthvað bjórsull og snakk . . . bara á laugardögum takk.

En annars eru komnir 8 dagar af reykleysi , níkótínið loksins að komast úr líkamanum og maður finnur það að maður er ekki jafn móður og másandi alla daga og þolið á eftir að byggjast upp hægt og bítandi. Það fer bara endalaust í taugarnar á mér að vera með ónýtt bak, því maður getur ekkert kíkt í fótbolta eða körfu af neinu viti. . . þó svo að ég eigi eflaust eftir að stelast eitthvað, annars verð ég geðveikur.... enda friðlaus.

Kv. Binni

No comments:

Post a Comment