Tuesday, June 26, 2012

...and here we go again !

Ég sagðist ætla að hætt að blogga.... ég laug.

Það helst svolítið í hendur að ég þurfi að blogga og þegar ég þarf að taka mig á í mataræði og hreyfingu.

Eftir jólin,áramótin og Manchester í janúar þá hefur maður verið alveg hrikalega lélegur í að viðhalda líkamanum, sem skilar sér í nógri fitu utan á líkamanum og aukalegum kílóafjölda á vigtinni. Nú er svo komið að ég er búinn að hlaða á mig einhverjum 13 kílóum síðan í desember og það kemur alltaf svona stund ; "That´s it" . Þessi stund kemur venjulega eftir mánaðalangt sukk og sérstaklega eftir einhverja góða djammhelgi ... sem var núna síðast á lummudögum , með tilheyrandi búsi, grillmat og þynnkumat.... nú er komið nóg.

Í dag er fyrsti dagurinn sem ég nennti loksins að hreyfa á mér rassgatið , ég skellti mér út í hinn venjulega gönguhring í Kópavoginum og gerði mínar æfingar með lóðum og tilheyrandi hérna heima og hef verið duglegur í mataræðinu í dag. Stefnan er tekin á að halda mér edrú allavega fram að Húnavöku og sjá svo til eftir það.

Þessa vikuna er ég að borða fiskisúpu í kvöldmat. Hún hentar einstaklega vel því að ég geri bara grunninn sjálfan og svo tek ég út fisk úr frysti og set svo út í súpu á kvöldin, og þá get ég geymt soðið í nokkra daga... þetta geymist furðu vel.

Súpan er samansett úr sætum kartöflum, lauk,brokkolí, tómatpúrru,salsa sósu,vatni ,kryddi og grænmetisteningum. Mjög einfalt og gott... og síðan er ýsu bætt við , eins og einu og hálfu flaki fyrir hvern kvöldmat.. hollt og gott.

Þar sem ég er ekki með myndavélina hérna fyrir sunnan, þá verða ekki neinar fyrir/eftir myndir í þetta skiptið. .. þið fáið bara tölur.

Þriðjudagurinn 26.júní   -  110 kg ..... stefnan tekin á að missa 15 kíló á næstu mánuðum.

KOMA SVO !

No comments:

Post a Comment