Saturday, July 28, 2012

Friday, July 13, 2012

17 dagar.....

Þá eru komnir 17 dagar af allsherjar heilsu og góðu mataræði og fokin eru af mér 6,3 kíló , sem er mjög ánægjulegt þar sem ég ætlaði mér í fyrstu að ná af mér sjö kílóum fyrir Húnavöku, sem er eftir viku , þannig að ef ég held áfram sömu braut, þá næ ég því takmarki auðveldlega... og jafnvel gott betur.

Þó skemmdi það aðeins fyrir að ég hrundi hreinlega í það síðasta laugardagskvöld með tilheyrandi þynnkupizzu og óhollustu daginn eftir, þannig að ég gæti verið búinn að ná betri árangri , þó svo að ég sætti mig við þessi 6,3 kíló sem eru farin.

Ég þarf svosem ekkert að fara ítarlega út í það sem ég er að gera, hef margsinnis sagt frá mínum lífsháttum þegar ég er að taka mig á og ég held mig alltaf við margar smáar máltíðir yfir daginn, á þriggja tíma fresti og nóg af vatni. Engin óhollusta.

Næst á dagskrá er að reyna að fara að taka á því í lyftingunum , því maður vill fá einhverja vöðva líka . . en það gæti orðið erfitt út af brjósklosinu í bakinu á mér, þannig að ég verð að fá einhverja faglega hjálp við þær... annars enda ég á því að rústa endanlega á mér bakinu.

Ég kveð í bili.


17 dagar   -   Upphaflega: 110 kg     -   Föstudagur 13.júlí = 103,7kg    - Farin = 6,3 kg

Thursday, July 5, 2012

9 dagar !!

Svona lítur hinn týpíski morgunmatur út hjá mér - Vanillu Skyr.is,Rúsínur, frosin bláber og granóla .. hryllilega góð blanda af trefjum,próteinum og ávöxtum.

Jæja , þá er maður búinn að vera að taka sig í gegn í mataræðinu og hreyfingunni í 9 daga núna , og nú þegar eru 4,4 kíló farin af manni. Að vísu eru fyrstu 2-3 kílóin að mestu leyti vökvalosun , en engu að síður getur maður verið sáttur með byrjunina. Það þýðir ekkert annað en að keyra sig almennilega í gang og vera þolinmóður.... sem hefur nú reyndar aldrei verið minn helsti styrkleiki. Mér finnst alveg agalegt þegar ég stíg kannski á vigtina og það eru bara nokkur grömm farin af mér , en þá hugsar maður bara "góðir hlutir gerast hægt" Ég hef gert þetta nokkrum sinnum áður með góðum árangri , þannig að ég veit að þetta tekst að lokum.

Í þetta skiptið er þetta reyndar erfiðara en áður, því að það er engin Jóhanna til þess að vera með mér í þessu og styðja mig og hvetja mig áfram hérna heima , þar sem hún er á Blönduósi í sumar. Þannig að ég er að taka á öllum mínum viljastyrk þessa dagana og reyndar hef ég ekkert verið að freistast neitt undanfarið , allt hefur gengið mjög vel fyrir sig . . en það koma alltaf upp einhverjar stundir seinna meir þar sem maður þráir bara að geta troðið pizzu í andlitið á sér, eða drukkið kók, eða fengið sér bjór á kvöldin.... en það verður ekkert svoleiðis á næstunni.

Ég hef oft fengið að heyra það að það sé ekki heilbrigt að missa ... tjah.. eins og t.d 4,4 kíló á 9 dögum , en það verður að horfa á heildarmyndina. Bæði er ég fljótur að bæta á mig og ég er fljótur að brenna. Týpískur dagur hjá mér , þegar ég var hvað verstur, var hryllilegur í mataræðinu. Ég gat t.d tekið 2 risastór baguette , smurt þau með piparostarjómaosti og skolað því niður með lítra af kóki. Svo um miðjann daginn fékk maður sér kannski 2 popppoka og meira gos, jafnvel snakk og kex/nammi með. í kvöldmat torgaði maður svo niður heilli 16"pizzu frá Dominos og jafnvel eitthvað af brauðstöngum. Að minnsta kosti 2L af Coke á dag var ég að drekka á svona degi. Þannig að þið getið ímyndað ykkur hvernig líkaminn tekur stökk , þegar maður breytir allt í einu um mataræði og fer að borða hollt , hann fer á fullt og byrjar að losa sig við þessi aukakíló hratt , ef maður er nógu strangur á sjálfan sig. Þannig að ég er löngu hættur að hlusta á fólk sem er eitthvað að predika yfir mér að þetta gerist eitthvað hratt hjá mér, því það ætti bara að fylgjast með mér hvernig ég er að éta og hreyfa mig ekkert , þegar ég er hvað verstur. Ég veit semsagt hvað ég er að gera.

Auðvitað er kjánaleg tilfinning að vera að rita þessi orð, þar sem ég hef a.m.k tvisvar , þrisvar sinnum gengið í gegnum þetta sama. Í fyrsta skipti sem ég tók mig í gegn árið 2008 fór ég úr 126,4 kílóum niður í 92 kíló þegar mér gekk hvað best. Síðan var ég alltaf að halda mig í kringum 94-97 kíló en svo bætti ég á mig aftur og fór upp í 121 kg sumarið 2011. Þá fékk ég nóg af sjálfum mér og náði að koma mér niður í 96 kíló sem ég var sáttur með. Síðan komu jólin og áramótin og Manchester-ferð með þvílíku sukki og síðan hætti ég að reykja í einhver tíma, og þá leitaði ég bara í óhollustuna. Eins heimskulegt og það hljómar, þá gengur mér alltaf best í að halda mér hollum, þegar ég hef sígarettuna mér við hlið. Það er auðvitað ömurlegt... en einn daginn á ég eftir að ná að "mastera" það að vera reyklaus og lifa heilsusamlegu líferni. .. sá tími er bara ekki akkúrat núna.

En nóg í bili , ég droppa inn pistli eftir rúmlega viku eða svo.

Kv. Binni

9 dagar    -     110 kg í  byrjun     - 105,6 kg núna   -   4,4 kg farin af.