Thursday, October 3, 2013

Meistaramánuður - 3.10 - Dagur 3

Dagur 3.

Byrjunarþyngd 1.okt - 116,7 kg

Vigtun 3.okt - 113,4 kg 

Samtals kg farin =  3,3 kg


Það er kominn fimmtudagur og er ég á dagvöktum , sem er þrælfínt þegar maður er að taka svona á því , því að þá er sólarhringurinn hjá manni sem eðlilegastur.

Við Jóhanna erum búin að fara síðustu tvo daga í ræktina á kvöldin , og stefnan er tekin á ræktina í kvöld líka. Ég ætla að vera alveg extra manískur þennan mánuðinn , þannig að ég reikna með ræktinni 5-6 sinnum í viku , sérstaklega þegar ég sé kílóin fjúka af mér þessa dagana. En ég veit manna best að fyrstu dagana , þá er þetta mestmegnis vökvalosun og því ekki hægt að einblína á kílótöluna svona til að byrja með , en þó virkar það alltaf hvetjandi fyrir mig að sjá þetta lækka.

Þessa vikuna er ég að tækla þrjár máltíðir í vinnunni , þ.e morgunmat , hádegismat og millimál en svo tek ég kvöldmatinn heima , fer svo í ræktina og tek svo prótein eftir ræktina , svo er ég einnig að taka inn amino-energy fyrir ræktina þessa dagana og það er að virka alveg hellings fyrir mig , orkan er gífurleg í ræktinni.

Nú fer að nálgast helgi og helgarnar eru alltaf erfiðastar, varðandi það að falla ekki í freistni og núna er Jóhanna að fara norður um helgina ,þannig að ég verð að halda hausnum í lagi og drattast í ræktina og halda mér uppteknum svo maður verði ekki nammipúkanum að bráð.

1.vigtun í Biggest Loser keppninni er yfirstaðin , en hún fór fram í gær. Ég notaði öll trixin í bókinni í fyrstu vigtun. Ég var búinn að fá mér morgunmat, kaffi og millimál áður en ég steig á vigtina og klæddist frekar þykkum fötum , þannig að ég get verið viðbúinn í næstu viku að vera í léttum fötum og vera á aðein fastandi maga .... ég mun gera ALLT til að vinna þessa keppni.

Liðið mitt heitir "Nautna-Sekkirnir"  .... og já ... það var ég sem kom með nafnið.


kv. Binni


No comments:

Post a Comment