Wednesday, October 2, 2013

MEISTARAMÁNUÐUR - OKTÓBER 2013

Komið þið sæl gott fólk.

Það er nú ekki stefnan að byrja að blogga aftur af krafti , heldur var hugsunin miklu frekar að skrá niður hugsanir mínar, markmið og árangur (og hugsanlega eitthvað væl og pepp) í þessum fallega októbermánuði.

Hví þá ?

Jú , því það er auðvitað meistaramánuður og hann skal tekinn með trukki.

Stefnan er náttúrulega tekin á það að borða hollt og gott og ekki missa sig í neitt sælgæti , gos , áfengi, brauðmeti eða neitt því un líkt !!!!!

Síðustu mánuði hefur maður því miður bætt alveg hrikalega mikið á sig, sérstaklega í kjölfar þess að maður hætti að reykja fyrir rúmum fjórum mánuðum síðan og var maður orðinn 119 kg í lok ágúst og því fór maður á fullt í september að dúndra aukakílóum af sér , sem gekk vel framan af en þó ekki nógu stíft.

Tækifærið gafst þó að slá tvær flugur í einu höggi í byrjun október, því að meistaramánuðurinn rann upp núna í gær og um leið er hafin keppni í vinnunni hjá mér sem nefnist "Biggest Loser RB" sem gengur út á það að missa sem flest kíló á 6 vikum.

Ég hef aldrei verið eins ákveðinn í að vinna neitt á ævi minni eins og þessa keppni og ég stefni á það að missa allavega 10 kg í októbermánuði og fyrir það að vinna þessa keppni í vinnunni fær maður 50 þús kr, sem ég myndi nota fyrir gott málefni , sem ég mun segja frá síðar .. þ.e.a.s ef ég vinn verðlaunin ... sem ég ætla að gera !

En ég mun reyna að vera duglegur að henda inn bloggum núna næstu vikur.

kv . Binni


Upphafsþyngd 1.okt  -   116,7 kg

Vigtun 2. okt   - 115 kg 


Samtals kíló farin í okt :    1,7 kg

No comments:

Post a Comment