Wednesday, November 26, 2014

4 vikur í jólin !!!!


Nú fer alveg að styttast í það að ég ná aftur (enn og aftur kannski...) í tveggja stafa tölu, og einnig fer ég að nálgast það að vera búinn að missa 20 kg frá 1.september, sem er bara gott og blessað en það er helvíti langur vegur eftir. Því á einhverjum tímapunkti kemur sá tími þar sem maður er orðinn sáttur við sína þyngd og sitt form og þá tekur erfiðasta baráttan við.

Ég er heppinn að mörgu leyti þegar kemur að því að tækla af mér fitu og þyngd, því að ég er með hraða brennslu og því er þetta frekar fljótt að detta af mér ... en það sem er svo erfitt er það að ég er nákvæmlega jafn fljótur að bæta allt á mig aftur, ég þarf bara að detta í það ástand. .. því þetta er allt saman andlegt og sálrænt ástand þessi fíkn í sykur og mat hjá mér.

Sumir fussumsvei-a yfir því að ég afþakka "BARA smávegis bita" af hinu og þessu , en fólk ætti stundum að hugsa þetta þannig að fyrir mér er þetta nákvæmlega eins að bjóða fíkli "BARA smá" af kókaíni eða öðrum fíkniefnum ... svo rosalega sterk er þessi matar og sykurfíkn hjá mér. Þess vegna skiptir það mig alveg hrikalega miklu máli að ná að halda áfram á beinu brautinni , og ef ég leyfi mér eitthvað ,þá er það í afskaplega litlum mæli svo ég nái að hafa fullkomna stjórn á þessu.

Þannig að ég ætla ekki að biðjast fyrirfram afsökunar á því að ég afþakka eitthvað gotterí hjá öðrum , ég verð bara að útskýra fyrir fólki hvernig ástand mitt er og það verður bara að taka mér eins og ég er.

Þess vegna verða jólin svakalegur prófsteinn fyrir mig , þar sem freistingarnar verða út um allt , en ég er þó heppinn með það að ég hef aldrei verið mikið fyrir hinn hefbundna jólamat ..eins og hamborgarhrygg og hangikjöt, því að reykt kjöt hefur aldrei farið vel í mig og mér hefur aldrei fundist nein þörf á að sækja sérstaklega í það. Það er hinsvegar gosið og nammið sem hefur farið með mig í gegnum tíðina og er minn helsti óvinur. Ég er ekki bara að fara að fá mér eina karamellu úr Machintosh-inu , nei nei .... ég verð alavega að fá mér svona 10 mola í röð ef ég er byrjaður.

Við Jóhanna erum byrjuð að sanka að okkur uppskriftum að sykur og hveitilausu konfekti sem við ætlum að hafa með okkur um jólin , þannig að við verðum tilbúin með aðeins "hollari" kosti á kantinum ef að löngunin verður rosalega sterk. Ég er orðinn gríðarlega spenntur fyrir jólunum í ár , þar sem það stefnir í fyrstu jólin mín síðan að ég var 16 ára gamall þar sem ég er algjörlega í fríi á milli jóla og nýárs,  sem verður algjör unaður en um leið mjög erfitt þar sem þetta er mikið frí og því auðveldara að falla í einhverjar freistingar á meðan vinnan er ekki að halda manni uppteknum á meðan.

Þetta snýst allt um að undirbúa sig vel ... "If you fail to prepare, you prepare to fail" ... það mottó á afskaplega vel við um mig og mitt líf :)

Lifið heil og hafið það gott elsku vinir :)

No comments:

Post a Comment