Monday, September 28, 2015

Ný markmið - Nýtt líf

Það er orðið býsna langt síðan síðast...

Það hefur margt breyst síðan síðast, stærsta breytingin auðvitað sú að það bættist við stór og heilbrigður strákur í fjölskylduna;  Hrannar Þór.


Að eignast barn er rosalegt , maður hefur taldrei upplifað svona mikinn tilfinningarússíbana en ég mæli hiklaust með þessu , svo ótrúlega erfitt en svo ótrúlega gaman, besta hlutverk í lífinu.

Siðastliðið ár hefur verið frekar klikkað allt saman,  við flytjum á Krókinn í apríl 2014 en stuttu fyrir það kom upp harmleikur í fjölskyldunni sem átti eftir að hafa svakaleg áhrif á mann ( Sjá hér )

Eins sterkur og maður þóttist vera í öllu þessu máli , þá var alltaf mikil reiði og sorg sem blundaði inn í manni og viðurkenni ég það alveg að ég hefði alveg mátt leita mér hálpar á sínum tíma,enda alltof miklar tilfinningar og biturð sem blundaði inn í manni , sérstaklega út í marga bæjarbúa hér á Sauðárkróki. Þegar maður lætur þessar ljótu hugsanir og biturleika ná tökum á manni, þá er maður sjálfkrafa búinn að missa öll tök á lífinu , þó svo að maður reyni auðvitað að lifa því eins skynsamlega og maður getur.

Það sem hefur alltaf verið minn helsti veikleiki í lífinu er þyngdin mín , form og líkami. Ég hef átt í baráttu við matarfíknina , hreyfinarleysið og óhollustuna síðan í september 2008 , þegar ég ákvað í fyrsta skipti að taka mig á. Síðan þá hef ég misst 35 kg , þyngst um 30 kg , lést um 25 kg... og svo framvegis. 

Við Jóhanna vorum komin á gott ról síðasta vetur , eða alveg þar til við komumst að því að við ættum von á barni , en þá slökuðum við á mataræðinu og hreyfingunni , þó svo að við höfum reynt að vera skynsöm og hreyfa okkur eitthvað. 

Í hvert einasta skipti sem ég ákveð að taka mig á hef ég byrjað á því að blogga um það. Bloggið hjálpar mér að vissu leyti. Ég get séð þetta svart á hvítu á tölvuskjánum það sem ég hef verið að skrifa og ég set mér markmiðin út í "kosmósinn". 

Í hvert einasta skipti hefur gengið vel .... en svo hefur þetta hrapað harkalega niður á sama plan og maður var á í upphafi.

Ég hef borðað nánast bara kjúkling og lax í öll mál, sleppt gosi,  sleppt nammi , prófað 5+2 mataræðið, prófað að "djúsa" mig , tekið út hveiti og sykur .... nefnið eitthvað og ég hef prófað það. Þetta virkar (fyrir mig) í einhvern X langan tíma og svo hefur allt farið til fjandans.

Nú er komið nóg af þessu rugli.

Í ræktinni í morgun sagði ég við sjálfan mig .... núna er lag!

* Ég er hættur að reykja og ætti því að geta hlaupið lengra og meira
* Ég er nánast hættur að drekka , það hlýtur að hjálpa
* Ég er með árskort í ræktina og hef tækifæri á því að hreyfa mig á hverjum degi
* Ég er búinn að eignast barn og vil líða eins vel með sjálfan mig og ég get.

Því hef ég sett mér nokkur markmið.

Ég ætla að reyna eins og ég get að borða skynsamlega, þó venjulegan mat, minnka sykur og hveiti en alls ekki sleppa því alveg. Ég ætla að leyfa mér nammi á laugardögum og stundum popp á kvöldin. Ég ætla að vera eins duglegur og ég get að mæta í ræktina og fara út að labba á hverjum degi.

Ég hef einnig sett mér það markmið að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á næsta ári, en ég hef alltaf verið mjög lélegur hlaupari og aldrei verið með neitt sérstakt þol fyrir því. En ég ætla að breyta þessu og ná þessu markmiði. Næstu mánuðir fara í það að koma mér í besta form ævi minnar og eftir áramót fer ég að einbeita mér að því að ná uppi hlaupaþoli svo ég nái nú þessu markmiði mínu.

Ég verð að hætta að hugsa um lífið sem spretthlaup og byrja að hugsa um þetta sem maraþon .... lítil skref i einu og á endanum verður þetta orðinn lífstíll. ... ekkert kjúklingabringurugl í hvert mál.

Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með hér, jafnvel henda inn einhverjum tölum hvernig mér gengur og henda því inn hvernig mér gengur að byrja að hlaupa og æfa mig fyrir 10 kílómetrana. 

Það verður enginn meistaramánuður.... heldur meistaralíf hjá mér. 

Allt pepp er vel þegið :)

2 comments:

  1. Góður Binni. Þetta er ekki spurning um að komast á einhvern stað sem fyrst heldur að halda sig á góðum stað til langframa. Ég stefni að svipuðu markmiði, ekki að vera í átaki heldur lagfæra lífstílinn.

    ReplyDelete
  2. Flott hjá þér frændi alltaf hugsað mér að þetta tækist hjá þér og ég vildi gjarnan setja mér svona markmið sjálf og hlaupa með þér.

    ReplyDelete