Friday, July 13, 2012

17 dagar.....

Þá eru komnir 17 dagar af allsherjar heilsu og góðu mataræði og fokin eru af mér 6,3 kíló , sem er mjög ánægjulegt þar sem ég ætlaði mér í fyrstu að ná af mér sjö kílóum fyrir Húnavöku, sem er eftir viku , þannig að ef ég held áfram sömu braut, þá næ ég því takmarki auðveldlega... og jafnvel gott betur.

Þó skemmdi það aðeins fyrir að ég hrundi hreinlega í það síðasta laugardagskvöld með tilheyrandi þynnkupizzu og óhollustu daginn eftir, þannig að ég gæti verið búinn að ná betri árangri , þó svo að ég sætti mig við þessi 6,3 kíló sem eru farin.

Ég þarf svosem ekkert að fara ítarlega út í það sem ég er að gera, hef margsinnis sagt frá mínum lífsháttum þegar ég er að taka mig á og ég held mig alltaf við margar smáar máltíðir yfir daginn, á þriggja tíma fresti og nóg af vatni. Engin óhollusta.

Næst á dagskrá er að reyna að fara að taka á því í lyftingunum , því maður vill fá einhverja vöðva líka . . en það gæti orðið erfitt út af brjósklosinu í bakinu á mér, þannig að ég verð að fá einhverja faglega hjálp við þær... annars enda ég á því að rústa endanlega á mér bakinu.

Ég kveð í bili.


17 dagar   -   Upphaflega: 110 kg     -   Föstudagur 13.júlí = 103,7kg    - Farin = 6,3 kg

1 comment:

  1. Kíktu í Crossfit, það er frábært. !
    En annars, vel gert.

    Þyrfti að taka mig á í mataræðinu líka.

    ReplyDelete