Friday, August 10, 2012

Ekki nógu duglegur að blogga...

Ég biðst afsökunar á bloggleysi hjá mér , hef bara ekki fundið kraftinn til þess að rita niður einhver orð , en ætli ég fari ekki aðeisns yfir síðustu vikur.

Ég er loksins kominn niður í tveggja stafa tölu , búinn að hrista af mér 10,5 kíló þegar þetta er skrifað . . en gæti hæglega verið búinn að gera betur, ef ekki hefði verið fyrir nokkur fyllerí hér og þar og smá "svindli" hér og þar. En ég er heiðarlegur við sjálfan mig og reyni eftir bestu getu að hreyfa mig með því að fara í kraftgöngur og gera æfingar með lóð og án lóða heima . . en í raun er þetta bara undirbúningur fyrir komandi átök í haust,  því ég ætla mér... ÆTLA mér að fara í 90 kíló, sem mér hefur aldrei tekist á fullorðinsárunum.

Til þess að hjálpa mér við það þá ætlum við Jóhanna að kaupa okkur parakort í ræktinni í sundlaug Kópavogs,  komin með æfingaráætlun/kerfi og mataræðið er algjörlega búið að taka í gegn . . þannig að haustið ætti að verða mjög athyglisvert. .. bæði erfitt og krefjandi .. .en þegar árangurinn fer að láta sjá á sér, þá verður þeta allt saman mjög æðislegt og hamingjusamt. .. ekki það að útlit skipti öllu , en heilbrigði er ansi mikilvægt og ekki skemmir að línurnar séu í lagi.

Þetta sumar hefur verið frekar kaflaskipt og furðulegt, bæði út af því að Jóhanna hefur verið að vinna á Blönduósi frá miðjum júní og ég því einn heima í allt sumar, og líka út af því að ég var kominn upp í 110 kíló þegar ég ákvað loksins að gera eitthvað í mínum málum núna í júní.

Ég hef því miður ekkert verið að taka einhverjar "fyrir-eftir" myndir ,enda þarf fólk svosem ekkert að vera spammað á facebook af einhverjum svoleiðis myndum .. það þarf bara að hitta mig í eigin persónu :)

En ég hef þetta ekkert lengra... kveð í bili.

Upphafsdagur - 26.júní  - 110 kg

45 dagar liðnir - 99,5 kg        =  - 10,5 kg.

No comments:

Post a Comment