Tuesday, February 21, 2012

Andleysi.

Síðustu dagar hafa verið frekar andlausir hjá mér , sem er engum öðrum en mér sjálfum að kenna. Það þurfti ekki nema eitt fyllerí á laugardaginn til að höggva skarð í fínan árangur síðustu viku. Sunnudagurinn var náttúrulega, eins og gengur og gerist eftir djömm, frekar sóðalegur og var étið pizzu , étið snakk, drukkið gos, étið ís og tekið allan pakkann á þetta. Í gær var maginn náttúrulega á fleygiferð og maður ekki alveg í góðu ásigkomulagi og þegar maður kom heim eftir vinnu þá datt maður í einhvern sukkfíling aftur. Það þarf ekki nema lélega ástæðu eins og "Það er nú einu sinni bolludagur" að maður hendist út í bíl, keyri alla leið í Krónuna til þess eins að tékka hvort að það séu ekki ennþá til bollur sem maður getur háma í sig að kvöldi til. Þær voru hinsvegar ekki til þannig að ég réttlætti það með poppi,gosi og ís . . meikar sens er það ekki ?

Nei það meikar nefnilega engan bölvaðan "sens". Ég lofaði samt sjálfum mér (og Jóhönnu) að detta ekki í eitthvað þunglyndi og samviskubit út af þessum tveimur dögum , og það er í raun ótrúlegt hvað tveir slæmir dagar geta gert manni mikinn skaða eftir fjölmarga daga og vikur af ótrúlegum aga og góðu mataræði.

Mér finnst síðustu bloggfærslur hafa einkennst af hæðum og lægðum hjá mér og ég er kominn með leið á því að vera að játa það fyrir ykkur sem lesið þetta blogg, hversu upp og ofan þetta gengur hjá mér , því ég vil fara að koma mér almennilega af stað. Það er auðvitað viss árangur að vera búinn að skafa af sér einhver 25-26 kg , en ég þarf bara að sýna miklu meiri árangur til þess að ég geti verið tilbúinn að á einhverjum sáttum við sjálfan mig, líkamlega og andlega.

Ég vonast til þess að í næsta bloggi verð ég með jákvæðnina skrúfaða á hæsta styrkleika.

Kv. Binni

No comments:

Post a Comment