Friday, December 9, 2011

Aftur í tímann.....

Sæl verið þið.

Ég hef átt þónokkuð mörg blogg í gegnum tíðina - Upphafið af þeim virðist aðallega tengjast flutningi mínum til Stokkhólms árið 2003. Bloggið hefur eflaust verið mitt verkfæri til þess að koma frá mér fréttum úr lífi mínu þar , en oftast voru þetta nú bara einhverjar hversdagslegar pælingar um ekki neitt. Ég ætla að reyna að vera með alls konar blammeringar og skemmtilegheit hérna, hvort sem það tengist heilsu, næringu, matargerð, ferðalögum, þjónustu . . það verður bara að koma í ljós.

Fyrsta hugleiðing mín er hins vegar:

Anda inn......Ég hef einungis einu sinni þurft að panta mér flugfar með Iceland Express og það var eingöngu gert vegna þess að þeir voru þeir einu sem flugu út til Lúxemborgar. Þetta var one-way ticket og ekkert klikkaði. Þetta var árið 2009. Síðan þá hefur þessu sorglega flugfélagi farið aftur og hef ég verið voðalega duglegur að gera grín að fólki sem hefur verið að panta sér flug með þeim, vitandi að það muni væntanlega klikka. Þess vegna líður mér eins og hálfvita að hafa látið eitthvað sólarhringstilboð leiða mig út í þá vitleysu að panta far til og frá Köben með þeim. Ég pantaði samviskusamlega á netinu hjá þeim og átti far út 13.des og aftur heim á klakann 16.des. Þar sem ég hef pantað mér ófáar flugferðirnar í gegnum tíðina (nota bene, ég hef t.d farið 10 sinnum til Köben í gegnum tíðina) þá gerði ég allt rétt í bókunarkerfinu á netinu. En svo þegar kvittunin kom í emaili og smsi þá stendur á henni að flugið okkar heim til Íslands sé viku fyrr , semsagt 9.des - Í algjöru panikki þutum við Jóhanna niður í Höfuðstöðvar þessa skítafyrirtækis og vonumst náttúrulega til þess að þessi mistök verða leiðrétt. Þegar við mætum þá er konan í afgreiðslunni upptekin við að sinna kúnna. Þessi kona virtist vera almennileg, eldri kona og góðleg ... það átti eftir að breytast. Við setjumst niður hjá henni og segjum henni að tölvukerfið hjá þeim hafi gert mistök, sem væri svosem ekki skrítið , þar sem mörg þúsund manns hafi verið að bóka á sama tíma og á tímabili fór kerfið í fokk hjá þeim. En hjá Iceland Express , þá hefur kúnninn ALDREI rétt fyrir sér. Mistökin voru algjörlega okkar og það eina sem hægt var að gera fyrir okkur væri að breyta dagsetningunni og borga fyrir það 80 þús krónur takk fyrir. Það kom náttúrulega ekki til greina, þar sem miðarnir tveir fram og tilbaka kostuðu einungis 25 þús á þessu tilboði þeirra. Ég hef nú unnið hin ýmsu afgreiðslustörf í gegnum tíðina og ég hef sjaldan mætt eins lélegu viðhorfi og þjónustulund og hjá þessari kerlingarálft , hún er greinilega í kolröngu starfi og ætti ekki að vera að reyna að sinna kúnnum. Ég verð að viðurkenna að Jóhanna tók nú mestmegnis að sér að standa í hárinu á henni, aðallega vegna þess að ég var svo sjokkeraður á ömurlegri þjónustu hennar .. ég hélt að ég væri bara að fara að díla við einhverja góða ömmu .... nópz.... Ömmu Satans í þessu tilviku.

Ég er búinn að vera að blóta þessari kerlingarherfu og þessu ömurlega flugfélagi síðustu daga , en ætli ég nái ekki að anda rólega eftir morgundaginn þegar ég hef dílað við endurgreiðsluna frá þeim ... þ.e.a.s ef það mun ganga upp.

Í staðinn fyrir þessi vonbrigði þá ákvað ég nú að bjóða Jóhönnu með mér,mömmu og systrum mínum út til Englands í byrjun Janúar til að sjá Manchester United spila við Bolton.. smá sárabót í þetta skiptið.

Ég hef því eignast nýjan erkióvin í Iceland Express , bætist við gubbísgerðinni Yoyo og Vinnumálastofnun. Ég reyni nú ekki að eignast marga óvini á lífsleiðinni en þessir þrír standa upp úr klárlega.
.... og anda út.

Ég ætla að reyna eins og ég get til þess að viðhalda þessu bloggi , þó það sé ekki bara til þess að skemmta Hákoni Frosta í smástund. Næsta blogg verður fullt af hamingju, regnbogum og englatárum og vonandi ekki þessi kvörtunarrembingur .. nóg komið í bili.

Með kærri kveðju.

Binni

No comments:

Post a Comment