Wednesday, January 18, 2012

Manchester England England....


Þessi mynd segir kannski allt sem segja þarf um þessa Manchester-ferð okkar um helgina. Þarna er ég með fjórfaldan hamborgara með beikoni og laukhringjum,franskar, stóran bjór og jarðaberjakokteil.

Ég er nú kannski ekki að segja að maður hafi verið á þessu fæði alla daga þarna úti, þessi máltíð er kannski sú ýktasta . . en maður leyfði sér allt. Maður fékk sér breskan mat, indverskan mat, kínverskan mat, ítalskan mat og Jóhanna náði jafnvel að plata mig einu sinni á McDonalds (sem var ógeðslegt eins og alltaf).

En þegar maður tekur einhverja 5 daga og leyfir sér allt sem maður vill , þá segir maginn og líkaminn líka bara STOPP stundum , maður var stundum helvíti slappur inn á milli. Svo til að kóróna allt pöntuðum við okkur Dominos pizzur þegar við komum heim til Íslands.

Svo þegar ég steig á vigtina í gærmorgun kom það í ljós að ég hafði náð að bæta á mig rúmum fjórum kílóum frá fimmtudegi til þriðjudags, sem verður að teljast ágætis árangur. Þetta kom mér svosem ekkert á óvart, enda er líkamsstarfssemin mín þannig, að ég er jafnfljótur að bæta á mig , eins og ég er að losa mig við þyngdina, þess vegna þarf ég alltaf að vera á tánum með það hvað ég borða.. það er bara þannig.

Næstu vikur fara svo í það að koma sér í gang almennilega eftir jólin, áramótin og England og taka hörkuna á þetta . . enda þarf maður að líta vel út í öllum þessum fötum sem maður keypti sér út í Manchester.

En nóg komið af át-bloggi .... Þetta verður heilsusamlegra næst.

Kv. Binni

No comments:

Post a Comment