Friday, January 20, 2012

Smá pepp öpp !!! ... og uppskrift !!Það getur verið drulluerfitt að koma sér í rútínu aftur eftir sukkið síðustu vikur - En ég er ákveðinn að halda áfram mínu striki og borða hollt og hreyfa mig af bestu getu , fann það alveg í Bretlandi hvað mér leið illa alltaf í öllum líkamanum á mataræðinu sem ég var á þar.

Ekkert nema bjartsýni og góðir tímar framundan - Læt ekki leiðindarveður og kulda slá mig út af laginu - Áfram Áfram !!!

Ég er að pæla í að henda inn uppskrift af frábærum kjúklingarétt sem mér tókst að galdra fram úr erminni, eftir að hafa notað kokteiltómata í krukku.

Kokteil-Kjúklingaréttur.

Sósan:

1 krukka af kokteiltómötum í olíu (nota sem bara helminginn af olíunni)
2 tómatar
Hálf rauð paprika
1 stöng sellerí
Salt og pipar
1 stykki Shallotlaukur.

Þetta er allt sett saman í blandara, skorið niður sem þarf , og blandað þangað til að sósan er orðin silkimjúk og fín.

Síðan er steikt á pönnu:

1 Kjúklingabringa , skorin í strimla eða bita
Hálf rauð paprika
1 laukur
2 tómatar
(annað grænmeti valfrjálst)

Þegar búið er að steikja þetta allt saman þá er sósunni hellt yfir og leyft að malla. Þetta er æðislegt með hrísgrjónum og jafnvel fersku salati :)

Njótið vel :)

No comments:

Post a Comment